Rasismi meðal samkynhneigðra manna Derek T. Allen skrifar 11. júní 2020 12:00 Baráttur jaðarhópa hafa verið mikið í umræðunni nýlega. Í kjölfari morðs Georges Floyds er heimssamfélagið er ræða virði svartra lífa á meðan hinsegin fólk fagnar framkomum sem hafa átt sér stað undanfarin aldir, þar á meðal samkynhneigðir karlmenn hér á landi. Íslenska samfélagið hefur oft verið útilokandi gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á tvenna vegu, annars vegar löglegur og hins vegar félagslegur. Fyrst að þeir vita hvernig það er að vera fyrir fordómum myndi maður hugsa að þeir myndi vita betur en að halda fordómum á lofti, en sem karlmaður sem er bæði svartur og samkynhneigður get ég vel sagt að sannleikurinn sé sá að það er ekki svoleiðis. Af höndum samfélagsins sem stoltir sig af hversu opið og fjölbreytilegt það er hef ég lent í gildru mismunar vegna míns kynþáttar. Blætisdýrkun (e. fetish) er, í mjög stuttu máli, þegar maður er fáránlega gagntekinn af einhverju. Blætisdýrkanir, eins og almennur maður þekkir þær, eru vanalega kynferðislegar í eðli og eru oft á tíðum gagnvart tegund fólks. Blætisdýrkun gagnvart svörtu fólki (stundum kölluð á ensku jungle fever) birtist sem mjög mikil aðlögun sem beinist að fólki sem svart er. Fólkið sem býr undir slíkri blætisdýrkun búa einnig undir viðhorfum gagnvart svörtu fólki þar sem grunnurinn er staðalímyndir sem við höfum kennd við þennan félagshóp. Til dæmis, sem svartur karlmaður hafa hvítir hommar á Íslandi gert ráð fyrir því að ég væri öfgakarlmannslegur bófi. Ég hef fengið beiðni frá algjörum óþekktum karlmönnum að drottna yfir þeim og ég hef jafnvel verið spurt um stærð limsins míns í byrjun samtals. Þótt að þessar staðalímyndir virðast ekki vera það skaðlegar hafa þær meiri áhrif heldur en gert er grein fyrir. En á meðan fólk veiðir okkur uppi er einnig fólk til sem viðbjóðast svo mikið af okkur að þeir vilja ekki jafnvel eiga neins konar erindi við okkur. Það hefur gerst í okkar eigin svokölluðum hinsegin börum í höfuðborginni Kiki og Curious þar sem ég hef lent í því að kærasti “vinar” míns vildi ekki að ég spjallaði við þá vegna þess ég er dökkur á hörund og raunverulegum vini mínum var beinlínis sagt “Ew, you’re black” eftir að viðmælandinn áttaði sig á því hvað vinur minn er ekki hvítur þótt að þeir náðu vel saman.Þegar ég kom fyrst Íslands var ég afar spenntur að geta verið eins og ég er þar sem ástandið er mjög misjafnt í mínu heimalandi, en það að sjá að hommar hér á landi hafa byggt upp slíkt eitrað samfélag í kringum sig hefur gert mig hryggbrotinn þar sem ég bjóst alls ekki við því frá landi sem segist vera svo opið. Í tilraunum þar sem ég hef reynt að koma þessu á framfæri við aðra homma hefur mér verið sagt að ég væri að væla og að þessi vandamál séu ekki til staðar. Viðhorf hvítra íslenskra samkynhneigðra karlmanna gagnvart þeim okkar af öðrum kynþætti er þreytandi að tækla. Ég er þreyttur á því að öskra í tómarúmi þar sem ekki er tekið mark á mínum kvörtunum. Ég er þreyttur á því að vera kenndur um að nota Google Translate til að tjá mig í þjóðtungunni, séð sem „thug”, eða annars vegar hafa þeirra ímyndum af svörtum mönnum varpað á mig. Ég er þreyttur á því að hópur sem verður svo oft fyrir fordómum vill ekki skilja þetta sjónarhorn. Þótt að ástandið meðal íslenskra homma sé ekki fullkomið skal ég samt vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Ég hef kynnst mörgum góðum hommum hérlendis, en ég vona að allir þeirra munu að lokum sjá framhjá kynþátt annarra, og þar af leiðandi verða það opið samfélag sem það vonast eftir að vera. Höfundur er ritstjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Baráttur jaðarhópa hafa verið mikið í umræðunni nýlega. Í kjölfari morðs Georges Floyds er heimssamfélagið er ræða virði svartra lífa á meðan hinsegin fólk fagnar framkomum sem hafa átt sér stað undanfarin aldir, þar á meðal samkynhneigðir karlmenn hér á landi. Íslenska samfélagið hefur oft verið útilokandi gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á tvenna vegu, annars vegar löglegur og hins vegar félagslegur. Fyrst að þeir vita hvernig það er að vera fyrir fordómum myndi maður hugsa að þeir myndi vita betur en að halda fordómum á lofti, en sem karlmaður sem er bæði svartur og samkynhneigður get ég vel sagt að sannleikurinn sé sá að það er ekki svoleiðis. Af höndum samfélagsins sem stoltir sig af hversu opið og fjölbreytilegt það er hef ég lent í gildru mismunar vegna míns kynþáttar. Blætisdýrkun (e. fetish) er, í mjög stuttu máli, þegar maður er fáránlega gagntekinn af einhverju. Blætisdýrkanir, eins og almennur maður þekkir þær, eru vanalega kynferðislegar í eðli og eru oft á tíðum gagnvart tegund fólks. Blætisdýrkun gagnvart svörtu fólki (stundum kölluð á ensku jungle fever) birtist sem mjög mikil aðlögun sem beinist að fólki sem svart er. Fólkið sem býr undir slíkri blætisdýrkun búa einnig undir viðhorfum gagnvart svörtu fólki þar sem grunnurinn er staðalímyndir sem við höfum kennd við þennan félagshóp. Til dæmis, sem svartur karlmaður hafa hvítir hommar á Íslandi gert ráð fyrir því að ég væri öfgakarlmannslegur bófi. Ég hef fengið beiðni frá algjörum óþekktum karlmönnum að drottna yfir þeim og ég hef jafnvel verið spurt um stærð limsins míns í byrjun samtals. Þótt að þessar staðalímyndir virðast ekki vera það skaðlegar hafa þær meiri áhrif heldur en gert er grein fyrir. En á meðan fólk veiðir okkur uppi er einnig fólk til sem viðbjóðast svo mikið af okkur að þeir vilja ekki jafnvel eiga neins konar erindi við okkur. Það hefur gerst í okkar eigin svokölluðum hinsegin börum í höfuðborginni Kiki og Curious þar sem ég hef lent í því að kærasti “vinar” míns vildi ekki að ég spjallaði við þá vegna þess ég er dökkur á hörund og raunverulegum vini mínum var beinlínis sagt “Ew, you’re black” eftir að viðmælandinn áttaði sig á því hvað vinur minn er ekki hvítur þótt að þeir náðu vel saman.Þegar ég kom fyrst Íslands var ég afar spenntur að geta verið eins og ég er þar sem ástandið er mjög misjafnt í mínu heimalandi, en það að sjá að hommar hér á landi hafa byggt upp slíkt eitrað samfélag í kringum sig hefur gert mig hryggbrotinn þar sem ég bjóst alls ekki við því frá landi sem segist vera svo opið. Í tilraunum þar sem ég hef reynt að koma þessu á framfæri við aðra homma hefur mér verið sagt að ég væri að væla og að þessi vandamál séu ekki til staðar. Viðhorf hvítra íslenskra samkynhneigðra karlmanna gagnvart þeim okkar af öðrum kynþætti er þreytandi að tækla. Ég er þreyttur á því að öskra í tómarúmi þar sem ekki er tekið mark á mínum kvörtunum. Ég er þreyttur á því að vera kenndur um að nota Google Translate til að tjá mig í þjóðtungunni, séð sem „thug”, eða annars vegar hafa þeirra ímyndum af svörtum mönnum varpað á mig. Ég er þreyttur á því að hópur sem verður svo oft fyrir fordómum vill ekki skilja þetta sjónarhorn. Þótt að ástandið meðal íslenskra homma sé ekki fullkomið skal ég samt vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Ég hef kynnst mörgum góðum hommum hérlendis, en ég vona að allir þeirra munu að lokum sjá framhjá kynþátt annarra, og þar af leiðandi verða það opið samfélag sem það vonast eftir að vera. Höfundur er ritstjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun