Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 12:36 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira