Leikmenn Liverpool virðast koma vel undan kórónuveiruhléinu en liðið vann 6-0 sigur á Blackburn Rovers í æfingarleik á Anfield í dag.
Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum eins og allir leikir ensku úrvalsdeildarinnar í sumar en sjálf deildin fer af stað í næstu viku. Blackburn Rovers er í tíunda sæti í ensku b-deildinni.
Sadio Mane skoraði fyrsta mark Liverpool á 10. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Alex Oxlade-Chamberlain sem var varið.
@takumina0116 pic.twitter.com/XRJZTMa2aP
— Liverpool FC (at ) (@LFC) June 11, 2020
Naby Keita kom Lierpool í 2-0 skömmu síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir undirbúning Takumi Minamino. Takumi Minamino skoraði síðan sjálfur þriðja markið eftir sendingu frá Sadio Mane.
Liverpool var 3-0 yfir í hálfleik en í seinni hálfleiknum bættu þeir Joel Matip, Ki-Jana Hoever og Leighton Clarkson við mörkum. Jürgen Klopp gerði sjö breytingar í hálfleik.
Fyrsti deildarleikur Liverpool eftir COVID-19 verður eftir tíu daga þegar liðið heimsækir nágranna sína Everton á Goodison Park.
The Reds recorded a 6-0 win over @Rovers in a behind-closed-doors friendly at Anfield this afternoon
— Liverpool FC (at ) (@LFC) June 11, 2020