Segir framgöngu lögreglunnar í Bandaríkjunum hræðilegt mál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 17:58 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA „Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36
Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39
Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00