Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:26 Stjórnarráðið. Samkvæmt nýjum lögum hefur forsætisráðherra heimild til þess að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vilhelm/Vísír Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira