Ráðast í átak gegn örbylgjuloftnetum Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 09:00 Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. PFS Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin Vodafone, Nova og Símann ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Eru truflanirnar sagðar tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. Í tilkynningu frá PFS segir að á undanförnum vikum og misserum hafi í vaxandi mæli orðið vart við truflanar sem tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. „Loftnetin voru notuð til að dreifa Fjölvarpinu fram til 2017 þegar þeim útsendingum var hætt. Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. Dæmi um truflanir: Minni gæði á talsambandi farsíma SMS komast ekki til skila í fyrstu tilraun Símtöl ná ekki í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna Streymi er hægt og höktir Almenn netþjónusta og gagnaflutningur er hægur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur m.a. það hlutverk að vakta truflanir á fjarskiptum, taka við kvörtunum og grípa til aðgerða þegar þörf er á,“ segir í tilkynningunni. Þetta á ekki við um UHF-sjónvarpsloftnet, eða greiðurnar svokölluðu. Þau loftnet eru enn virk og verða það næstu árin. Að finna víða á suðvesturhorninu Örbylgjuloftnetin eru útbreidd á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vesturbæ Reykjavíkur, Fossvogi og á ákveðnum svæðum í Kópavogi og Hafnarfirði. Útsendingar Fjölvarpsins náðu sömuleiðis til Akraness, Selfoss og Reykjanesbæjar. „Talið er að allt að 20-30 þúsund loftnet geti verið að valda truflun og er verkefnið því viðamikið. Til að komast fyrir þessa truflun sem fyrst og á sem skemmstum tíma biðlum við til húseigenda á þessum svæðum að ganga í lið með okkur við að uppræta truflunina. Það er hægt að gera með þeim einfalda hætti að kanna fyrst hvort örbylgjuloftnet sé að finna á húsum og ef svo reynist, þarf að finna út úr því hvort þau séu enn þá tengd rafmagni og taka spennugjafa þeirra úr sambandi ef svo er,“ segir í tilkynningunni. PFS mun ráða sex sumarstarfsmenn til að sinna bilanaleit og verktaka til að aðstoða húseigendur við að aftengja búnað þegar þess er þörf. Fjarskipti Reykjavík Akranes Árborg Reykjanesbær Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin Vodafone, Nova og Símann ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Eru truflanirnar sagðar tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. Í tilkynningu frá PFS segir að á undanförnum vikum og misserum hafi í vaxandi mæli orðið vart við truflanar sem tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. „Loftnetin voru notuð til að dreifa Fjölvarpinu fram til 2017 þegar þeim útsendingum var hætt. Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. Dæmi um truflanir: Minni gæði á talsambandi farsíma SMS komast ekki til skila í fyrstu tilraun Símtöl ná ekki í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna Streymi er hægt og höktir Almenn netþjónusta og gagnaflutningur er hægur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur m.a. það hlutverk að vakta truflanir á fjarskiptum, taka við kvörtunum og grípa til aðgerða þegar þörf er á,“ segir í tilkynningunni. Þetta á ekki við um UHF-sjónvarpsloftnet, eða greiðurnar svokölluðu. Þau loftnet eru enn virk og verða það næstu árin. Að finna víða á suðvesturhorninu Örbylgjuloftnetin eru útbreidd á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vesturbæ Reykjavíkur, Fossvogi og á ákveðnum svæðum í Kópavogi og Hafnarfirði. Útsendingar Fjölvarpsins náðu sömuleiðis til Akraness, Selfoss og Reykjanesbæjar. „Talið er að allt að 20-30 þúsund loftnet geti verið að valda truflun og er verkefnið því viðamikið. Til að komast fyrir þessa truflun sem fyrst og á sem skemmstum tíma biðlum við til húseigenda á þessum svæðum að ganga í lið með okkur við að uppræta truflunina. Það er hægt að gera með þeim einfalda hætti að kanna fyrst hvort örbylgjuloftnet sé að finna á húsum og ef svo reynist, þarf að finna út úr því hvort þau séu enn þá tengd rafmagni og taka spennugjafa þeirra úr sambandi ef svo er,“ segir í tilkynningunni. PFS mun ráða sex sumarstarfsmenn til að sinna bilanaleit og verktaka til að aðstoða húseigendur við að aftengja búnað þegar þess er þörf.
Fjarskipti Reykjavík Akranes Árborg Reykjanesbær Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira