KR-konur hafa ekki skorað hjá Valsliðinu í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:30 Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir er síðasti leikmaður KR sem náði að skora hjá Val í efstu deild. Ásdís Karen skoraði markið sitt sumarið 2016 en KR konur hafa ekki skorað í 701 mínútu síðan. Vísir/Eyjólfur Garðarsson KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira