Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Elín Tryggvadóttir skrifar 12. júní 2020 11:30 Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun