Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2020 13:28 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands eiga inni mjög öruggan sigur í komandi kosningum. samsett mynd Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15
„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent