Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 14:14 Bæjarstarfsmaður þrífur styttu af Piet Hein í Rotterdam eftir að mótmælendur skrifuðu „morðingi“ og „þjófur“ á hana. AP/Peter Dejong Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu. Togstreita þessi snýr að styttum af hershöfðingjum Suðurríkjanna og annarra manna sem þykja umdeildir og hafa deilurnar teygt anga sína um heim allan þar sem mikil umræða á sér stað. Mótmælendur hafa rifið niður þó nokkrar styttur af leiðtogum Suðurríkjanna og hefur verið farið fram á að fleiri verði fjarlægðar af opinberum vettvangi hið snarasta. Á miðvikudaginn ákvað bæjarstjórn Portsmouth í Virginíu að fresta ákvörðun um að fjarlægja minnisvarða um Suðurríkin . Mótmælendur gripu þá til sinna ráða og rifu fjórar styttur niður sjálfir. Einn slasaðist alvarlega þegar hluti úr styttu féll á hann. Á meðan einhverjir fögnuðu mótmælendunum voru aðrir sem skömmuðustu út í þá og segja stytturnar hluta af sögu Bandaríkjanna. Einn viðmælandi Washington Post, sem hefur til að mynda skrifað bækur um að borgarastyrjöldin hafi ekki verið háð vegna þrælkunar, sem er rangt, sagði stytturnar hafa verið settar upp af ekkjum fallinna hermanna. Langflestar styttur af leiðtogum og hermönnum Suðurríkjanna voru settar upp áratugum eftir að stríðinu lauk. Þegar Suðurríkin voru mörg hver að setja ströng lög um aðskilnað kynþátta og á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ýmsir sagnfræðingar og aðrir reyndu að endurskrifa söguna varðandi borgarastríðið og sögðu það hafa verið háð til að verja ákvörðunarrétt einstakra ríkja. Eins og segir í umfjöllun Washington Post, þá var þessum styttum ætlað að senda skilaboð til þeldökkra íbúa Suðurríkjanna. Alþjóðahreyfing Þó þessar deilur séu ekki nýjar af nálinni í Bandaríkjunum er útlit fyrir að þær hafi dreifst víða um heim. Umræður um minnisvarða um umdeilda menn hafa kviknað aftur í ríkum eins og Bretlandi, Mexíkó, Kongó, Nýja-Sjálandi og mun víðar. Umræðan snýr að mestu að gömlum nýlenduherrum Evrópu. Síðastliðinn sunnudag var stytta af þrælasalanum Edward Colston rifin niður og hefnt í höfn borgarinnar Bristol í Bretlandi. Hún var tekin upp úr höfninni í nótt og stendur til að koma henni fyrir á safni. Svipað er upp á teningnum víða um heim. Í Belgíu hafa skemmdir til að mynda verið unnar á styttum á Leopold II, konungi Belgíu. Sá kom verulega illa fram við íbúa Kongó á öldum áður og þvingaði fjölda þeirra til að vinna, meðal annars í námum, um árabil. Sérfræðingar segja mögulegt að þrælahald Belga í Kongó hafi leitt allt að tíu milljónir manna til dauða. Í bænum Hamilton í Nýja-Sjálandi hafa mótmælendur krafist þess að stytta af breska flotaforingjanum John Hamilton, sem bærinn er nefndur í höfuðið á, yrði fjarlægð. Hamilton þessi leiddi breska hermenn gegn innfæddum þar í landi og er sagður hafa framið hin ýmsu ódæði gegn þeim. Leiðtogi innfæddra hótaði því í gær að ef styttan yrði ekki tekin niður, myndi hann rífa hana sjálfur. Reuters fréttaveitan hefur eftir borgarstjóra Hamilton að ljóst væri að sífellt fleiri væru andvígir því að hafa styttuna upp. „Á tíma þegar við erum að byggja upp umburðarlyndi og skilning meðal mismunandi menningarhópa í samfélaginu, held ég að þessi stytta muni ekki hjálpa til við að brúa bilið,“ sagði Paula Southgate. Dauði George Floyd Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu. Togstreita þessi snýr að styttum af hershöfðingjum Suðurríkjanna og annarra manna sem þykja umdeildir og hafa deilurnar teygt anga sína um heim allan þar sem mikil umræða á sér stað. Mótmælendur hafa rifið niður þó nokkrar styttur af leiðtogum Suðurríkjanna og hefur verið farið fram á að fleiri verði fjarlægðar af opinberum vettvangi hið snarasta. Á miðvikudaginn ákvað bæjarstjórn Portsmouth í Virginíu að fresta ákvörðun um að fjarlægja minnisvarða um Suðurríkin . Mótmælendur gripu þá til sinna ráða og rifu fjórar styttur niður sjálfir. Einn slasaðist alvarlega þegar hluti úr styttu féll á hann. Á meðan einhverjir fögnuðu mótmælendunum voru aðrir sem skömmuðustu út í þá og segja stytturnar hluta af sögu Bandaríkjanna. Einn viðmælandi Washington Post, sem hefur til að mynda skrifað bækur um að borgarastyrjöldin hafi ekki verið háð vegna þrælkunar, sem er rangt, sagði stytturnar hafa verið settar upp af ekkjum fallinna hermanna. Langflestar styttur af leiðtogum og hermönnum Suðurríkjanna voru settar upp áratugum eftir að stríðinu lauk. Þegar Suðurríkin voru mörg hver að setja ströng lög um aðskilnað kynþátta og á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ýmsir sagnfræðingar og aðrir reyndu að endurskrifa söguna varðandi borgarastríðið og sögðu það hafa verið háð til að verja ákvörðunarrétt einstakra ríkja. Eins og segir í umfjöllun Washington Post, þá var þessum styttum ætlað að senda skilaboð til þeldökkra íbúa Suðurríkjanna. Alþjóðahreyfing Þó þessar deilur séu ekki nýjar af nálinni í Bandaríkjunum er útlit fyrir að þær hafi dreifst víða um heim. Umræður um minnisvarða um umdeilda menn hafa kviknað aftur í ríkum eins og Bretlandi, Mexíkó, Kongó, Nýja-Sjálandi og mun víðar. Umræðan snýr að mestu að gömlum nýlenduherrum Evrópu. Síðastliðinn sunnudag var stytta af þrælasalanum Edward Colston rifin niður og hefnt í höfn borgarinnar Bristol í Bretlandi. Hún var tekin upp úr höfninni í nótt og stendur til að koma henni fyrir á safni. Svipað er upp á teningnum víða um heim. Í Belgíu hafa skemmdir til að mynda verið unnar á styttum á Leopold II, konungi Belgíu. Sá kom verulega illa fram við íbúa Kongó á öldum áður og þvingaði fjölda þeirra til að vinna, meðal annars í námum, um árabil. Sérfræðingar segja mögulegt að þrælahald Belga í Kongó hafi leitt allt að tíu milljónir manna til dauða. Í bænum Hamilton í Nýja-Sjálandi hafa mótmælendur krafist þess að stytta af breska flotaforingjanum John Hamilton, sem bærinn er nefndur í höfuðið á, yrði fjarlægð. Hamilton þessi leiddi breska hermenn gegn innfæddum þar í landi og er sagður hafa framið hin ýmsu ódæði gegn þeim. Leiðtogi innfæddra hótaði því í gær að ef styttan yrði ekki tekin niður, myndi hann rífa hana sjálfur. Reuters fréttaveitan hefur eftir borgarstjóra Hamilton að ljóst væri að sífellt fleiri væru andvígir því að hafa styttuna upp. „Á tíma þegar við erum að byggja upp umburðarlyndi og skilning meðal mismunandi menningarhópa í samfélaginu, held ég að þessi stytta muni ekki hjálpa til við að brúa bilið,“ sagði Paula Southgate.
Dauði George Floyd Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45