Seigla og bjartsýni Drífa Snædal skrifar 12. júní 2020 14:30 Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar