Heita því að byggja upp öflugri her Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 15:21 KIm Jong Un og Donald Trump í Singapúr árið 2018. Photo/Evan Vucci Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00
Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16