Staðfesta þriggja ára fangelsisdóm yfir þjálfara sem nauðgaði þrettán ára stúlku Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 16:48 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira