Hervæðing bandarísku lögreglunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2020 19:00 Þessir lögreglumenn í Orlando beittu táragasi gegn mótmælendum á dögunum. AP/Joe Burbank Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira