Fótbolti

Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo tók vítaspyrnu fyrir Juventus en skaut í stöng.
Cristiano Ronaldo tók vítaspyrnu fyrir Juventus en skaut í stöng. vísir/getty

Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Juventus og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í seinni leik sínum í undanúrslitum, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Mílanó í febrúar. Juventus komst því áfram á útivallarmarki.

Milan var manni færra frá 16. mínútu eftir eins konar stundarbrjálæði Ante Rebic, sem fór með takkana á undan sér í brjóstkassa eða andlit Danilo. Nokkrum sekúndum áður hafði Cristiano Ronaldo klúðrað vítaspyrnu fyrir Juventus þegar hann skaut í stöng.

Á morgun ræðst hver andstæðingur Juventus í bikarúrslitaleiknum 17. júní verður. Napoli og Inter mætast þá í seinni undanúrslitaleik sínum en Napoli vann 1-0 á útivelli í fyrri leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×