Frestar stuðningsmannafundi eftir harða gagnrýni á dagavalið Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 11:19 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07