„Best að hlaupa með mömmu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 21:00 Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza. Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza.
Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15