Hillir undir nýja stjórn á Írlandi Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 07:55 Ha'penny-búin í írsku höfuðborginni Dublin. Getty Eftir um fjögurra mánaða hnút virðist loks hilla undir nýja ríkisstjórn á Írlandi. Svo virðist sem að stóru flokkarnir tveir Fine Gael og Fianna Fáil, muni mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum. Niðurstöður þingkosninganna 8. febrúar síðastliðinn leiddi til mikillar óvissu í írskum stjórnmálum, en Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin náðu allir um 20 prósent fylgi. Vinstri þjóðernisflokkurinn Sinn Féin reyndi fyrst að mynda nýjan meirihluta vinstriflokka, en án árangurs. Flokkurinn leitaði svo til flokka lengra til hægri, en einnig án árangurs. Nú lítur út fyrir að frjálslyndi flokkurinn, Fianna Fáil, íhaldsflokkurinn Fine Gael og Græningjar séu á góðri leið með að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála en viðræður halda áfram í dag. Viðræður milli flokkanna hafa staðið í rúman mánuð. Að sögn Irish Times hafa Græningjar náð því í gegn að ný stjórn leggi mikið fjármagn í almenningssamgöngur og að bæta aðstæður hjólreiðafólks. Sömuleiðis að skattar á losun koldíoxíðs verði hækkaðir og að ráðist verði í gerð nýrra vindmyllugarða á hafi úti. Þá skuli einnig ráðast í rannsóknir á fýsileika háhraðalesta milli stærstu borga eyjarinnar. Þá hafi Fianna Fáil náð því í gegn að útgjöld til heilbrigðismála skuli aukin og að ráðist verði í byggingu um 50 þúsund nýrra félagslegra íbúða. Fine Gael náði því svo í gegn að auka sveigjanleika þegar kemur að rekstri leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Írland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Eftir um fjögurra mánaða hnút virðist loks hilla undir nýja ríkisstjórn á Írlandi. Svo virðist sem að stóru flokkarnir tveir Fine Gael og Fianna Fáil, muni mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum. Niðurstöður þingkosninganna 8. febrúar síðastliðinn leiddi til mikillar óvissu í írskum stjórnmálum, en Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin náðu allir um 20 prósent fylgi. Vinstri þjóðernisflokkurinn Sinn Féin reyndi fyrst að mynda nýjan meirihluta vinstriflokka, en án árangurs. Flokkurinn leitaði svo til flokka lengra til hægri, en einnig án árangurs. Nú lítur út fyrir að frjálslyndi flokkurinn, Fianna Fáil, íhaldsflokkurinn Fine Gael og Græningjar séu á góðri leið með að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála en viðræður halda áfram í dag. Viðræður milli flokkanna hafa staðið í rúman mánuð. Að sögn Irish Times hafa Græningjar náð því í gegn að ný stjórn leggi mikið fjármagn í almenningssamgöngur og að bæta aðstæður hjólreiðafólks. Sömuleiðis að skattar á losun koldíoxíðs verði hækkaðir og að ráðist verði í gerð nýrra vindmyllugarða á hafi úti. Þá skuli einnig ráðast í rannsóknir á fýsileika háhraðalesta milli stærstu borga eyjarinnar. Þá hafi Fianna Fáil náð því í gegn að útgjöld til heilbrigðismála skuli aukin og að ráðist verði í byggingu um 50 þúsund nýrra félagslegra íbúða. Fine Gael náði því svo í gegn að auka sveigjanleika þegar kemur að rekstri leikskóla, svo eitthvað sé nefnt.
Írland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira