Hæstiréttur Bandaríkjanna segir ólöglegt að mismuna starfsfólki á grundvelli kynhneigðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 15:48 Hæstiréttur Bandaríkjanna. MICHAEL REYNOLDS/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans. Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans.
Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira