Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2020 17:23 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja hafa verið samþykktir og viðræður standa yfir við Boeing vegna MAX-vélanna. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair Group um stöðu fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Endurskipulagningin stendur yfir með því markmiði að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar en eins og alþjóð veit fór Icelandair illa út úr faraldri kórónuveirunnar sem varð til þess að nær allt flug á heimsvísu lagðist af. Icelandair Group vinnur að málinu í samstarfi við stéttarfélög, Boeing, lánveitendur, flugvélaleigusala, birgja og íslensk stjórnvöld auk fleiri aðila. Í tilkynningunni kemur fram að stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að uppfylltum skilyrðum og er þar gerð krafa um að félagið nái markmiðum um öflun nýs hlutafjár. Þá lýsir félagið yfir áhyggjum yfir því að ekki hafi tekist að semja við Flugfreyjufélag Íslands en samningar við flugmenn og flugvirkja hafa verið samþykktir en óljóst er hvort frekari gangur verði á viðræðum við Flugfreyjufélagið. Viðræðum við Boeing vegna MAX vélanna miðar ágætlega en félagið segir í tilkynningu að leiðin sem kynnt hefur verið sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni til lengri tíma. Á hluthafafundi þann 22. maí sl. kynnti félagið tímalínu þar sem fram kemur að stefnt sé að því að samkomulag við alla hagaðila liggi fyrir í dag, þann 15. júní. Þessi tímalína hefur verið uppfærð og er nú gert ráð fyrir að samkomulag við aðila liggi fyrir þann 29. júní nk. Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboð hefjist í kjölfarið. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í kauphöll í dag. Fréttir af flugi Kjaramál Boeing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja hafa verið samþykktir og viðræður standa yfir við Boeing vegna MAX-vélanna. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair Group um stöðu fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Endurskipulagningin stendur yfir með því markmiði að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar en eins og alþjóð veit fór Icelandair illa út úr faraldri kórónuveirunnar sem varð til þess að nær allt flug á heimsvísu lagðist af. Icelandair Group vinnur að málinu í samstarfi við stéttarfélög, Boeing, lánveitendur, flugvélaleigusala, birgja og íslensk stjórnvöld auk fleiri aðila. Í tilkynningunni kemur fram að stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að uppfylltum skilyrðum og er þar gerð krafa um að félagið nái markmiðum um öflun nýs hlutafjár. Þá lýsir félagið yfir áhyggjum yfir því að ekki hafi tekist að semja við Flugfreyjufélag Íslands en samningar við flugmenn og flugvirkja hafa verið samþykktir en óljóst er hvort frekari gangur verði á viðræðum við Flugfreyjufélagið. Viðræðum við Boeing vegna MAX vélanna miðar ágætlega en félagið segir í tilkynningu að leiðin sem kynnt hefur verið sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni til lengri tíma. Á hluthafafundi þann 22. maí sl. kynnti félagið tímalínu þar sem fram kemur að stefnt sé að því að samkomulag við alla hagaðila liggi fyrir í dag, þann 15. júní. Þessi tímalína hefur verið uppfærð og er nú gert ráð fyrir að samkomulag við aðila liggi fyrir þann 29. júní nk. Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboð hefjist í kjölfarið. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í kauphöll í dag.
Fréttir af flugi Kjaramál Boeing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira