Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 17:39 Indverskir menn brenna mynd af Xi Jinping, forseta Kína, í mótmælum í Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast. Indland Kína Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast.
Indland Kína Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira