699. mark Messi á ferlinum kom í sigri á Leganes Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júní 2020 22:00 Messi fagnar markinu úr vítaspyrnunni. vísir/getty Lionel Messi heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Barcelona en hann skoraði síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Leganes er liðin mættust í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir frá Leganes byrjuðu af miklum krafti og Clement Lenglet þurfti m.a. að bjarga á marklínu. Einnig áttu gestirnir skot í stöng. Lionel Messi has doubled Barcelona's lead and is now just ONE goal away from 700 in his career! Evening football LIVE: https://t.co/A45SLIus75 pic.twitter.com/oJAfaEKjuk— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Ansu Fati skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu með laglegu skoti og Börsungar virtust vera tvöfalda forystunni á 64. mínútu er Antoine Griezmann kom boltanum í netið. Það var þó dæmt af vegna rangstæðu. Það kom fáum á óvart að Lionel Messi skoraði annað mark Börsunga en það kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur eftir magnaðan sprett. Lionel Messi has now been directly involved in more league goals this season than any other player in Europe's top five leagues: 24 games 21 goals 14 assistsIncredible. pic.twitter.com/GvweU06zVg— Squawka Football (@Squawka) June 16, 2020 Börsungar eru með fimm stiga forskot á Real Madrid, sem á þó leik til góða gegn Valencia á fimmtudag. Leganes er á botninum með 23 stig. Spænski boltinn
Lionel Messi heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Barcelona en hann skoraði síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Leganes er liðin mættust í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir frá Leganes byrjuðu af miklum krafti og Clement Lenglet þurfti m.a. að bjarga á marklínu. Einnig áttu gestirnir skot í stöng. Lionel Messi has doubled Barcelona's lead and is now just ONE goal away from 700 in his career! Evening football LIVE: https://t.co/A45SLIus75 pic.twitter.com/oJAfaEKjuk— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Ansu Fati skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu með laglegu skoti og Börsungar virtust vera tvöfalda forystunni á 64. mínútu er Antoine Griezmann kom boltanum í netið. Það var þó dæmt af vegna rangstæðu. Það kom fáum á óvart að Lionel Messi skoraði annað mark Börsunga en það kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur eftir magnaðan sprett. Lionel Messi has now been directly involved in more league goals this season than any other player in Europe's top five leagues: 24 games 21 goals 14 assistsIncredible. pic.twitter.com/GvweU06zVg— Squawka Football (@Squawka) June 16, 2020 Börsungar eru með fimm stiga forskot á Real Madrid, sem á þó leik til góða gegn Valencia á fimmtudag. Leganes er á botninum með 23 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti