Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2020 22:43 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hóf sérstaka umræðu um Reykjavíkurflugvöll á fundi borgarstjórnar í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sérstaka umræðu um flugvöllinn hóf Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. „Ég er að vekja athygli á málinu bara þannig að við séum öll – allir landsmenn – vakandi núna í sumar hvaða myrkraverk er verið að fara í á flugvellinum og á flugvallarsvæðinu. Ég er að vekja landsmenn upp, að við stöndum öll með flugvellinum í Vatnsmýri. Þetta er öryggi okkar allra,“ segir Vigdís. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til fyrir hönd borgarfulltrúa flokksins að uppbyggingu nýja Skerjafjarðar yrði frestaðStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Marta Guðjónsdóttir fór fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fresta nýrri byggð í Skerjafirði. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun um að fresta ætti byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann færi. „Okkur finnst borgaryfirvöld hafa farið fram með offorsi og hafa leynt og ljóst verið að reyna að loka Reykjavíkurflugvelli,“ sagði Marta. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar verið klofinn í afstöðu sinni til Skerjafjarðar en mjög breið samstaða um það í borgarstjórn að þetta sé frábært byggingarland með miklum tækifærum og auðvitað verðlaunaskipulag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það hafa ekki farið fram veðurfarslegar athuganir varðandi það hvaða áhrif ný byggð í Skerjafirði mun hafa á flugöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Marta. „Þetta atriði frá Isavia, þeir eru að leita til hollensku geimferðastofnunarinnar varðandi vindmælingar. Þetta mál er allt í uppnámi,“ segir Vigdís. „Ef að Isavia telur að það gagni að þeir meti stöðuna fyrir þá, þá er það bara sjálfsagt að fá það upp á borðið,“ segir Dagur. „Reykjavíkurborg er að verða skaðabótaskyld gagnvart ríkinu vegna þess að það virðist ekki vera neitt samráð við ríkið varðandi þessa uppbygginu í Skerjafirði,“ segir Vigdís. „Við munum að sjálfsögðu virða hann, í einu og öllu. Sextíu prósent af því landi sem núna er verið að skipuleggja kemur úr þessum ríkissamningi og fjörutíu prósent er borgarinnar. En við munum að sjálfsögðu standa við allt í honum gagnvart ríkinu,“ segir Dagur. „Þá hefur verið ofþétting byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Við eigum nægt landrými í Úlfarsárdal. Við eigum landrými í Geldinganesi og á fleiri stöðum í borginni,“ segir Marta. Mynd af deiliskipulagstillögu að fyrri áfanga nýja Skerjafjarðar.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er mikill metnaður í þessu af okkar hálfu og við erum að vanda okkur,“ segir Dagur. -En kemur þá ekki til greina að fresta Skerjafjarðarbyggð? „Það væri óskynsamlegt. Við þurfum húsnæðisuppbyggingu. Við þurfum að setja verkefni í gang sem eru tilbúin. Líka bara efnahagslífsins vegna. Þannig að ef að við myndum hrökkva í kút í hvert einasta skipti sem við fengjum athugasemdir við skipulag þá myndi lítið byggjast í Reykjavík,“ svarar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sérstaka umræðu um flugvöllinn hóf Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. „Ég er að vekja athygli á málinu bara þannig að við séum öll – allir landsmenn – vakandi núna í sumar hvaða myrkraverk er verið að fara í á flugvellinum og á flugvallarsvæðinu. Ég er að vekja landsmenn upp, að við stöndum öll með flugvellinum í Vatnsmýri. Þetta er öryggi okkar allra,“ segir Vigdís. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til fyrir hönd borgarfulltrúa flokksins að uppbyggingu nýja Skerjafjarðar yrði frestaðStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Marta Guðjónsdóttir fór fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fresta nýrri byggð í Skerjafirði. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun um að fresta ætti byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann færi. „Okkur finnst borgaryfirvöld hafa farið fram með offorsi og hafa leynt og ljóst verið að reyna að loka Reykjavíkurflugvelli,“ sagði Marta. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar verið klofinn í afstöðu sinni til Skerjafjarðar en mjög breið samstaða um það í borgarstjórn að þetta sé frábært byggingarland með miklum tækifærum og auðvitað verðlaunaskipulag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það hafa ekki farið fram veðurfarslegar athuganir varðandi það hvaða áhrif ný byggð í Skerjafirði mun hafa á flugöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Marta. „Þetta atriði frá Isavia, þeir eru að leita til hollensku geimferðastofnunarinnar varðandi vindmælingar. Þetta mál er allt í uppnámi,“ segir Vigdís. „Ef að Isavia telur að það gagni að þeir meti stöðuna fyrir þá, þá er það bara sjálfsagt að fá það upp á borðið,“ segir Dagur. „Reykjavíkurborg er að verða skaðabótaskyld gagnvart ríkinu vegna þess að það virðist ekki vera neitt samráð við ríkið varðandi þessa uppbygginu í Skerjafirði,“ segir Vigdís. „Við munum að sjálfsögðu virða hann, í einu og öllu. Sextíu prósent af því landi sem núna er verið að skipuleggja kemur úr þessum ríkissamningi og fjörutíu prósent er borgarinnar. En við munum að sjálfsögðu standa við allt í honum gagnvart ríkinu,“ segir Dagur. „Þá hefur verið ofþétting byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Við eigum nægt landrými í Úlfarsárdal. Við eigum landrými í Geldinganesi og á fleiri stöðum í borginni,“ segir Marta. Mynd af deiliskipulagstillögu að fyrri áfanga nýja Skerjafjarðar.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er mikill metnaður í þessu af okkar hálfu og við erum að vanda okkur,“ segir Dagur. -En kemur þá ekki til greina að fresta Skerjafjarðarbyggð? „Það væri óskynsamlegt. Við þurfum húsnæðisuppbyggingu. Við þurfum að setja verkefni í gang sem eru tilbúin. Líka bara efnahagslífsins vegna. Þannig að ef að við myndum hrökkva í kút í hvert einasta skipti sem við fengjum athugasemdir við skipulag þá myndi lítið byggjast í Reykjavík,“ svarar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45