Íslenski boltinn

„Hann er hrika­lega góður en hann er með skrokk ní­ræðs manns“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Örn í leik með HK síðasta sumar.
Ólafur Örn í leik með HK síðasta sumar. vísir/bára

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið.

HK tapaði í fyrstu umferðinni fyrir FH í markaleik í Kórnum en lokatölur urðu 3-2. Ólafur Örn var í byrjunarliði HK og hann fékk hrós frá Hjörvari.

„Besti leikmaður sem þið hafið aldrei heyrt um er Ólafur Örn Eyjólfsson og er númer ellefu í HK. Þeir sem skilja fótbolta og sjá fótbolta, þeir átta sig á því. Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns. Hann á eftir að spila fjóra leiki og svo verður hann meiddur í tvo mánuði,“ sagði Hjörvar.

Ólafur Örn hefur verið á mála hjá HK frá árinu 2018.

„Hann er rosalega óheppinn með meiðsli en hann er svakalega góður leikmaður. Strákur sem ár eftir ár er vonast til þess að blómstri.“

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Hjörvar um Ólaf Örn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×