Fótbolti

Meistara­deildin klárast með hrað­móti í Lissabon í ágúst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Ceferin, forseti UEFA.
Alexander Ceferin, forseti UEFA. vísir/getty

Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag.

Öllum leikjunum í 16-liða úrslitunum var ekki lokið og 16-liða úrslitin verða kláruð 7. og 8. ágúst. PSG, Atletico Madrid, Atalanta og Leipzig eru komin áfram en enn á eftir að skera úr um síðari fjögur liðin (Bayern/Chelsea, Napoli/Barcelona, Real Madrid/Man. City og Lyon-Juventus).

Ekki verða leiknir tveir leikir í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum eins og venjan er en í ár verða átta liða úrslitin og undanúrslitin bara einn leikur.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sagði að ólíklegt væri að áhorfendur gætu verið á völlunum en hann segir að það breytist frá til dags. Það verði tekin ákvörðun í kringum miðjan júlí.

Sama fyrirkomulag verður í Evrópudeild karla og Meistaradeild kvenna. Evrópudeild karla mun þó fara fram í Þýskalandi en Meistaradeild kvenna mun klárast í Bilbao og San Sebiastian með svipuðu hraðmóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×