Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 12:33 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag.
Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32
Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40
Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent