Innlent

Boðað til annars fundar á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fundi í dag.
Frá fundi í dag. Vísir/Egill

Fundi samninganefnda ríksins og hjúkrunarfræðinga í húsakynnum ríkissáttasemjara var slitið um klukkan 13:30 í dag.

Búið er að boða til annars fundar klukkan 10 í fyrramálið, en fulltrúar hjúkrunarfræðinga í kjaravirðunum munu funda með sínum félagsmönnum á Grand hótel klukkan 14 og aftur klukkan 16:30.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi að þetta sé þungt og snúið sáttamál. 

„Þetta var hins vegar góður fundur og og samninganefndirnar eru vel undirbúnar og eiga gott samtal. Það breytir því ekki að þetta er þung, snúin og erfið deila. En það hefur verið boðað til annars fundar í fyrramálið klukkan 10,“ segir Aðalsteinn.

Verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga hefjast að óbreyttu 22. júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×