Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 15:54 Artur Pawel í héraðsdómi. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans. Vísir/Vilhelm Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira