Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2020 09:08 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. Þetta hefur norska dagblaðið VG eftir nokkrum heimildamönnum sínum og segir skjölin hafa fundist við húsleit lögreglu á heimili Hagen-hjónanna í Lorenskógi í Ósló skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn í lok apríl. Hann er grunaður um að hafa myrt Anne-Elisabeth eða átt aðild að dauða hennar. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Skilnaðarpappírarnir eru á meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað við húsleit á heimilinu. Aðeins Anne-Elisabeth hefur undirritað pappírana, ekki eiginmaðurinn. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Í frétt VG segir að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf. Tom Hagen er hins vegar sagður hafa haldið því fram í fyrstu að þau hjónin hafi aldrei rætt skilnað þá áratugi sem þau hafa verið saman. Skömmu síðar breytti hann þó framburði sínum örlítið og sagði að möguleikinn á skilnaði hefði verið nefndur sem lausn við tiltekinni deilu þeirra á milli. Umræður þess efnis hefðu þó aldrei verið teknar af fullri alvöru. Saksóknari segir í samtali við VG að lögregla geti ekki tjáð sig um skilnaðarpappírana. Þá segir Svein Holden verjandi Toms Hagen að hann hafi sjálfur ekki séð sjölin sem um ræðir og vill ekki tjá sig um það hvort Tom viti af þeim. Þau hjónin hafi vissulega gengið í gegnum erfiðleika í hjónabandinu fyrir um áratug en komist í gegnum þá, sterkari en áður. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. Þetta hefur norska dagblaðið VG eftir nokkrum heimildamönnum sínum og segir skjölin hafa fundist við húsleit lögreglu á heimili Hagen-hjónanna í Lorenskógi í Ósló skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn í lok apríl. Hann er grunaður um að hafa myrt Anne-Elisabeth eða átt aðild að dauða hennar. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Skilnaðarpappírarnir eru á meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað við húsleit á heimilinu. Aðeins Anne-Elisabeth hefur undirritað pappírana, ekki eiginmaðurinn. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Í frétt VG segir að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf. Tom Hagen er hins vegar sagður hafa haldið því fram í fyrstu að þau hjónin hafi aldrei rætt skilnað þá áratugi sem þau hafa verið saman. Skömmu síðar breytti hann þó framburði sínum örlítið og sagði að möguleikinn á skilnaði hefði verið nefndur sem lausn við tiltekinni deilu þeirra á milli. Umræður þess efnis hefðu þó aldrei verið teknar af fullri alvöru. Saksóknari segir í samtali við VG að lögregla geti ekki tjáð sig um skilnaðarpappírana. Þá segir Svein Holden verjandi Toms Hagen að hann hafi sjálfur ekki séð sjölin sem um ræðir og vill ekki tjá sig um það hvort Tom viti af þeim. Þau hjónin hafi vissulega gengið í gegnum erfiðleika í hjónabandinu fyrir um áratug en komist í gegnum þá, sterkari en áður.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira