Kjaradeila flugfreyja: „Alltaf von þegar fólk talar saman“ Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2020 12:23 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira