Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2020 21:45 Vísir/Daníel Þór Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Blikar með sex stig af sex mögulegum á meðan Fylkir er án stiga. Gangur leiksins Blikar hófu leikinn ívið betur en ólíkt leiknum gegn Gróttu var Andri Rafn Yeoman inn á miðri miðjunni en ekki í hægri bakverðinum. Nær ómögulegt var þó að lesa í leikkerfi Blika en þeir voru í þriggja manna vörn í fyrri hálfleik. Þá var mikið flæði á leikmönnum líkt og gegn Gróttu en þeir Andri Rafn og Guðjón Pétur Lýðsson sátu að mestu þar fyrir framan. Í fyrri hálfleiknum voru Blikar með nær öll völd á vellinum – svona þannig – en það voru samt sem áður heimamenn sem sköpuðu sér langbesta færi fyrri hálfleiksins. Sam Hewson fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, tók við boltanum með hægri og átti skot með vinstri í innanverða stöngina. Elfar Freyr Helgason náði svo að hreinsa rétt áður en Arnór Trausti Ragnarsson komst í boltann. Líkt og gegn Gróttu reyndu Blikar mikið af stungusendingum og tókst Thomas Mikkelsen – líkt og gegn Gróttu – að koma boltanum í netið en var flaggaður rangstæður. Líkt og á Kópavogsvelli virtist Mikkelsen vera rétt fyrir innan en tæpt var það. Fylkismönnum óx ás megin í fyrri hálfleik og voru síst lakari aðilinn áður en hálfleikurinn var flautaður af. Staðan markalaus þegar Einar Ingi Jóhannsson flautaði til hálfleiks. Róbert Orri Þorkelsson kom inn fyrir Davíð Ingvarsson í hálfleik í liði Blika og virtist sem Andri Rafn Yeoman hefði fært sig yfir í hægri bakvörð þá en það var enn og aftur nær ómögulegt að sjá það. Síðari hálfleikurinn spilaðist nær alveg eins og sá fyrri og gekk báðum liðum illa að finna glufur á leikstíl andstæðinganna. Blikar eflaust meira með boltann en þeir áttu fá svör við sterkum varnarleik heimamanna. Um miðbik síðari hálfleiks hélt Höskuldur Gunnlaugsson að hann hefði komið gestunum í forystu þegar hann fylgdi eftir eigin skoti eftir frábæra sókn Blika þar sem Viktor Karl Einarsson hafði lagt boltann á hann. Fyrra skot Höskulds fór í varnarmann og þaðan upp í hönd Höskuldar sem þrumaði boltanum í netið. Blikar fögnuðu en Fylkismenn mótmæltu. Í kjölfarið var markið svo dæmt af vegna þess að boltinn fór í hendina á Höskuldi. Hárrétt ákvörðun en það tók dómara leiksins langan tíma að komast að niðurstöðu. Á Twitter var því velt upp hvort VAR (myndbandsdómgæsla) væri komin til Íslands. Miðað við ákvörðun Einars dómara má reikna með því að hann hafi fengið orð í eyra frá dómara sem var ekki á vellinum. Það virtist svo sem leikurinn væri einfaldlega að fjara út í markalaust jafntefli þegar Damir Muminovic, miðvörður Blika, poppaði upp á fjærtstöng – bókstaflega. Varamaðurinn Oliver Sigurjónsson átti þá hornspyrnu frá vinstri. Hann sendi fyrir markið þar sem Damir reis hæst á fjær og hamraði boltanum í netið með höfðinu. Aron Snær hafði hendur á boltanum en náði ekki að verja. Þarna voru 83. mínútur komnar á klukkuna og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Reyndust það lokatölur þó svo að Blikar hafi verið nálægt því að bæta við öðru marki undir lok leiks. Blikar því komnir með sex stig á topp deildarinnar – og eiga enn eftir að fá á sig mark – á meðan Fylkir er á botninum með engin stig eftir að hafa fengið á sig mark seint í báðum leikjum sínum til þessa. Af hverju vann Breiðablik? Því þeir eru þrjóskir, þolinmóðir og með góða spyrnumenn. Í raun var lítið sem skyldi liðin að í kvöld - svona þannig allavega. Blikar virðast bara vera þannig gerðir að þeir finna leiðir til að vinna leiki. Það gerðu þeir í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Varnarmenn beggja liða áttu góðan leik. Markaskorarinn Damir var frábær í liði Blika og þá virðist Elfar Freyr Helgason - félagi hans í miðverðinum - vera klár í slaginn í sumar. Elfar hefur oft á tíðum virkað full kærulaus en þegar hann spilar eins og í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í ár eru fáir betri. Hjá Fylki var Ásgeir Eyþórsson frábær í miðverðinum og í raun erfitt að útskýra af hverju hann er ekki í einu af toppliðum Íslands. Fram á við hafa menn átt betri daga en Brynjólfur Andersen Willumsson er stórhættulegur þegar hann fær boltann og mjög gaman að sjá hann spila fótbolta. Þá kom Kwame Quee skemmtilega inn í leikinn. Arnór Borg Guðjohnsen var svo hársbreidd frá því að eiga bestu innkomu í sögu Íslandsmótsins þegar hann tók Marco van Basten klippu á fjærstöng sem fór rétt framhjá aðeins sekúndum eftir að hann kom inn af bekknum hjá Fylki. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri og binda endahnút á sóknir sínar. Hvað gerist næst? Nú tekur bikarkeppnin við en Fylkir fara í Skessuna í Hafnafirði og mæta 4. deildarliði ÍH. Blikar fá hins vegar Keflavík í heimsókn í leik sem gæti orðið mikil skemmtun en Keflavík leikur í Lengjudeildinni og spila áþekkan bolta og Blikar. Damir (t.v.) var hetja Blika í kvöld.Vísir/Bára Damir: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra „Mér líður mjög vel,“ sagði hetja Blika glottandi að leik loknum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark kvöldsins en hann hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum árin. Raunar er það svo Damir hefur aðeins skorað 16 mörk í 259 leikjum samkvæmt vef KSÍ. „Leik eftir leik? Við erum búnir að halda tvisvar hreinu, róaðu þig,“ sagi Damir og hló aðspurður hvort hann tæki því þá ekki fagnandi að halda hreinu leik eftir leik. „Auðvitað getum við gert betur. Fáum fullt af færum í fyrri hálfleik sem við eigum að nýta en ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra, skora eitt og halda hreinu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um frammistöðu Blika í fyrstu tveimur leikjum mótsins. „Já ef við myndum vinna alla leiki 1-0 þá myndi ég taka því,“ sagði Damir að lokum áður en hann stökk inn í klefa til að fagna sigri kvöldsins. Atli Sveinn: Leikskipulagið gekk ágætlega upp en vildum fá meira út úr þessu „Auðvitað erum við svekktir, við vildum fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, að leikslokum. „Við lögðum upp með að loka ákveðnum leiðum hjá þeim. Gekk ágætlega upp þannig séð en við vildum fá meira út úr þessu,“ sagði Atli um það hvort leikskipulag Fylkis hefði gengið að mestu upp. „Þetta er ekki áhyggjuefni þannig. Menn eru búnir að leggja líf og sál í leikinn. Mjög góð hornspyrna hjá Blikunum og vel klárað, bara vel gert. Maður vill samt alltaf koma í veg fyrir mörk úr föstum leikatriðum,“ sagði fyrrum varnarjaxlinn um sigurmark Blika sem kom eftir hornspyrnu. „Ég held að við þurfum ekkert að rífa þá upp. Vinnuframlagið í báðum leikjunum hefur verið frábært, spilamennskan var líka góð í dag þannig menn eru að spila vel en við verðum að passa að menn hengi ekki haus þrátt fyrir tvö svekkjandi úrslit. Næst er bara hörkuleikur hjá Gróttu ásamt bikarverkefni í vikunni þannig vð höldum bara áfram,“ sagði Atli að lokum. Hér má svo finna viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, sem var sáttur með stigin þrjú en ekki spilamennsku liðsins. Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35
Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Blikar með sex stig af sex mögulegum á meðan Fylkir er án stiga. Gangur leiksins Blikar hófu leikinn ívið betur en ólíkt leiknum gegn Gróttu var Andri Rafn Yeoman inn á miðri miðjunni en ekki í hægri bakverðinum. Nær ómögulegt var þó að lesa í leikkerfi Blika en þeir voru í þriggja manna vörn í fyrri hálfleik. Þá var mikið flæði á leikmönnum líkt og gegn Gróttu en þeir Andri Rafn og Guðjón Pétur Lýðsson sátu að mestu þar fyrir framan. Í fyrri hálfleiknum voru Blikar með nær öll völd á vellinum – svona þannig – en það voru samt sem áður heimamenn sem sköpuðu sér langbesta færi fyrri hálfleiksins. Sam Hewson fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, tók við boltanum með hægri og átti skot með vinstri í innanverða stöngina. Elfar Freyr Helgason náði svo að hreinsa rétt áður en Arnór Trausti Ragnarsson komst í boltann. Líkt og gegn Gróttu reyndu Blikar mikið af stungusendingum og tókst Thomas Mikkelsen – líkt og gegn Gróttu – að koma boltanum í netið en var flaggaður rangstæður. Líkt og á Kópavogsvelli virtist Mikkelsen vera rétt fyrir innan en tæpt var það. Fylkismönnum óx ás megin í fyrri hálfleik og voru síst lakari aðilinn áður en hálfleikurinn var flautaður af. Staðan markalaus þegar Einar Ingi Jóhannsson flautaði til hálfleiks. Róbert Orri Þorkelsson kom inn fyrir Davíð Ingvarsson í hálfleik í liði Blika og virtist sem Andri Rafn Yeoman hefði fært sig yfir í hægri bakvörð þá en það var enn og aftur nær ómögulegt að sjá það. Síðari hálfleikurinn spilaðist nær alveg eins og sá fyrri og gekk báðum liðum illa að finna glufur á leikstíl andstæðinganna. Blikar eflaust meira með boltann en þeir áttu fá svör við sterkum varnarleik heimamanna. Um miðbik síðari hálfleiks hélt Höskuldur Gunnlaugsson að hann hefði komið gestunum í forystu þegar hann fylgdi eftir eigin skoti eftir frábæra sókn Blika þar sem Viktor Karl Einarsson hafði lagt boltann á hann. Fyrra skot Höskulds fór í varnarmann og þaðan upp í hönd Höskuldar sem þrumaði boltanum í netið. Blikar fögnuðu en Fylkismenn mótmæltu. Í kjölfarið var markið svo dæmt af vegna þess að boltinn fór í hendina á Höskuldi. Hárrétt ákvörðun en það tók dómara leiksins langan tíma að komast að niðurstöðu. Á Twitter var því velt upp hvort VAR (myndbandsdómgæsla) væri komin til Íslands. Miðað við ákvörðun Einars dómara má reikna með því að hann hafi fengið orð í eyra frá dómara sem var ekki á vellinum. Það virtist svo sem leikurinn væri einfaldlega að fjara út í markalaust jafntefli þegar Damir Muminovic, miðvörður Blika, poppaði upp á fjærtstöng – bókstaflega. Varamaðurinn Oliver Sigurjónsson átti þá hornspyrnu frá vinstri. Hann sendi fyrir markið þar sem Damir reis hæst á fjær og hamraði boltanum í netið með höfðinu. Aron Snær hafði hendur á boltanum en náði ekki að verja. Þarna voru 83. mínútur komnar á klukkuna og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Reyndust það lokatölur þó svo að Blikar hafi verið nálægt því að bæta við öðru marki undir lok leiks. Blikar því komnir með sex stig á topp deildarinnar – og eiga enn eftir að fá á sig mark – á meðan Fylkir er á botninum með engin stig eftir að hafa fengið á sig mark seint í báðum leikjum sínum til þessa. Af hverju vann Breiðablik? Því þeir eru þrjóskir, þolinmóðir og með góða spyrnumenn. Í raun var lítið sem skyldi liðin að í kvöld - svona þannig allavega. Blikar virðast bara vera þannig gerðir að þeir finna leiðir til að vinna leiki. Það gerðu þeir í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Varnarmenn beggja liða áttu góðan leik. Markaskorarinn Damir var frábær í liði Blika og þá virðist Elfar Freyr Helgason - félagi hans í miðverðinum - vera klár í slaginn í sumar. Elfar hefur oft á tíðum virkað full kærulaus en þegar hann spilar eins og í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í ár eru fáir betri. Hjá Fylki var Ásgeir Eyþórsson frábær í miðverðinum og í raun erfitt að útskýra af hverju hann er ekki í einu af toppliðum Íslands. Fram á við hafa menn átt betri daga en Brynjólfur Andersen Willumsson er stórhættulegur þegar hann fær boltann og mjög gaman að sjá hann spila fótbolta. Þá kom Kwame Quee skemmtilega inn í leikinn. Arnór Borg Guðjohnsen var svo hársbreidd frá því að eiga bestu innkomu í sögu Íslandsmótsins þegar hann tók Marco van Basten klippu á fjærstöng sem fór rétt framhjá aðeins sekúndum eftir að hann kom inn af bekknum hjá Fylki. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri og binda endahnút á sóknir sínar. Hvað gerist næst? Nú tekur bikarkeppnin við en Fylkir fara í Skessuna í Hafnafirði og mæta 4. deildarliði ÍH. Blikar fá hins vegar Keflavík í heimsókn í leik sem gæti orðið mikil skemmtun en Keflavík leikur í Lengjudeildinni og spila áþekkan bolta og Blikar. Damir (t.v.) var hetja Blika í kvöld.Vísir/Bára Damir: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra „Mér líður mjög vel,“ sagði hetja Blika glottandi að leik loknum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark kvöldsins en hann hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum árin. Raunar er það svo Damir hefur aðeins skorað 16 mörk í 259 leikjum samkvæmt vef KSÍ. „Leik eftir leik? Við erum búnir að halda tvisvar hreinu, róaðu þig,“ sagi Damir og hló aðspurður hvort hann tæki því þá ekki fagnandi að halda hreinu leik eftir leik. „Auðvitað getum við gert betur. Fáum fullt af færum í fyrri hálfleik sem við eigum að nýta en ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra, skora eitt og halda hreinu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um frammistöðu Blika í fyrstu tveimur leikjum mótsins. „Já ef við myndum vinna alla leiki 1-0 þá myndi ég taka því,“ sagði Damir að lokum áður en hann stökk inn í klefa til að fagna sigri kvöldsins. Atli Sveinn: Leikskipulagið gekk ágætlega upp en vildum fá meira út úr þessu „Auðvitað erum við svekktir, við vildum fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, að leikslokum. „Við lögðum upp með að loka ákveðnum leiðum hjá þeim. Gekk ágætlega upp þannig séð en við vildum fá meira út úr þessu,“ sagði Atli um það hvort leikskipulag Fylkis hefði gengið að mestu upp. „Þetta er ekki áhyggjuefni þannig. Menn eru búnir að leggja líf og sál í leikinn. Mjög góð hornspyrna hjá Blikunum og vel klárað, bara vel gert. Maður vill samt alltaf koma í veg fyrir mörk úr föstum leikatriðum,“ sagði fyrrum varnarjaxlinn um sigurmark Blika sem kom eftir hornspyrnu. „Ég held að við þurfum ekkert að rífa þá upp. Vinnuframlagið í báðum leikjunum hefur verið frábært, spilamennskan var líka góð í dag þannig menn eru að spila vel en við verðum að passa að menn hengi ekki haus þrátt fyrir tvö svekkjandi úrslit. Næst er bara hörkuleikur hjá Gróttu ásamt bikarverkefni í vikunni þannig vð höldum bara áfram,“ sagði Atli að lokum. Hér má svo finna viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, sem var sáttur með stigin þrjú en ekki spilamennsku liðsins.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35
Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti