Innlent

Fundur hjúkrunar­fræðinga og ríkisins heldur á­fram á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í dag.
Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Einar

Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. Fundurinn hófst klukkan tíu og hefur annar fundur verið boðaður í deilunni klukkan 9:30 á morgun. 

Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar klukkan átta á mánudaginn. 

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu stöðuna snúna og unnið sé að því að leita lausna.


Tengdar fréttir

Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega.

Mæta aftur til samninga­fundar eftir verk­falls­boðun

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×