Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Andri Eysteinsson skrifar 19. júní 2020 21:43 M'otmælahreyfingar hafa haldið nafni Taylor á lofti og krafist réttlætis. Vísir/AP Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 13. mars síðastliðinn ruddust lögreglumenn inn í íbúð Taylor þar sem hún lá sofandi. Var hún skotin átta sinnum en lögreglumennirnir unnu að rannsókn fíkniefnamáls. Engin fíkniefni fundust á heimili Taylor sem starfaði sem sjúkraliði. Greg Fischer, borgarstjóri Louisville, sagði í samtali við AP að lögreglustjórinn í Louisville, Robert Schroeder hefði vikið lögreglumanninum Brett Hankison úr starfi. Tveir aðrir lögreglumenn sem komu að málinu hafa verið færðir til í starfi á meðan unnið er að rannsókn. Í bréfi sem lögreglustjórinn sendi á Hankison vegna brottrekstursins kom fram að með því að hleypa af skotvopni sínum tíu sinnum, blint, inn í íbúð Taylor hafi hann gerst brotlegur við verklagsreglur lögreglunnar. Hann hafi skotið af byssunni án þess að afla nægra upplýsinga um hvað væri að finna fyrir framan hann. „Í rauninni þá voru skotunum tíu sem þú hleyptir af skotið í átt að hurð og glugga sem var hulinn þannig efni að þú hefðir engan veginn geta séð hvort að hætta stafaði af einhverjum eða hvort um saklausan borgara var að ræða,“ sagði í bréfi Schroeder til Hankison. „Hegðun þín er þér og lögreglunni til skammar.“ Lögfræðingur fjölskyldu Taylor, Sam Aguilar, sagði tíma til kominn . „Mikið var, þetta hefði átt að ske fyrir margt löngu en að minnsta kosti er þetta ljóst núna,“ sagði Aguiar. „Þessi lögregluþjónn hefur herjað á götur borgarinnar, og gert borgina að verri stað, í yfir tólf ár. Við skulum vona að þetta verði til þess að réttað verði hressilega yfir Hankison því hann á skilið, hið minnsta, að verða ákærður.“ Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 13. mars síðastliðinn ruddust lögreglumenn inn í íbúð Taylor þar sem hún lá sofandi. Var hún skotin átta sinnum en lögreglumennirnir unnu að rannsókn fíkniefnamáls. Engin fíkniefni fundust á heimili Taylor sem starfaði sem sjúkraliði. Greg Fischer, borgarstjóri Louisville, sagði í samtali við AP að lögreglustjórinn í Louisville, Robert Schroeder hefði vikið lögreglumanninum Brett Hankison úr starfi. Tveir aðrir lögreglumenn sem komu að málinu hafa verið færðir til í starfi á meðan unnið er að rannsókn. Í bréfi sem lögreglustjórinn sendi á Hankison vegna brottrekstursins kom fram að með því að hleypa af skotvopni sínum tíu sinnum, blint, inn í íbúð Taylor hafi hann gerst brotlegur við verklagsreglur lögreglunnar. Hann hafi skotið af byssunni án þess að afla nægra upplýsinga um hvað væri að finna fyrir framan hann. „Í rauninni þá voru skotunum tíu sem þú hleyptir af skotið í átt að hurð og glugga sem var hulinn þannig efni að þú hefðir engan veginn geta séð hvort að hætta stafaði af einhverjum eða hvort um saklausan borgara var að ræða,“ sagði í bréfi Schroeder til Hankison. „Hegðun þín er þér og lögreglunni til skammar.“ Lögfræðingur fjölskyldu Taylor, Sam Aguilar, sagði tíma til kominn . „Mikið var, þetta hefði átt að ske fyrir margt löngu en að minnsta kosti er þetta ljóst núna,“ sagði Aguiar. „Þessi lögregluþjónn hefur herjað á götur borgarinnar, og gert borgina að verri stað, í yfir tólf ár. Við skulum vona að þetta verði til þess að réttað verði hressilega yfir Hankison því hann á skilið, hið minnsta, að verða ákærður.“
Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira