Ríkisstjórnin styður við endurnýjun björgunarbáta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. júní 2020 07:00 Þrettán björgunarbátar eru hringinn í kringum landið. Sá elsti þeirra er fjörutíu og þriggja ára. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira