Bayern München gefur ekkert eftir þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn í fótbolta en liðið vann Freiburg 3-1 í dag. Leverkusen fór niður úr meistaradeildarsæti.
Robert Lewandowski skoraði tvö marka Bayern og er nú kominn með 33 mörk í deildinni á leiktíðinni, sjö mörkum meira en Timo Werner hjá RB Leipzig.
Robert Lewandowski has now scored 33 Bundesliga goals this season, the most by any player in a single campaign since Dieter Müller netted 34 for 1. FC Köln in 1976 77.
— Squawka Football (@Squawka) June 20, 2020
Even we can't keep up. pic.twitter.com/78jb1XyFvM
Leipzig tapaði stórleiknum við Dortmund á heimavelli, 2-0, þar sem Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði bæði mörkin. Haaland hefur þar með skorað 13 mörk í deildinni þrátt fyrir að hafa komið til Dortmund í janúar.
Dortmund er því öruggt um 2. sæti deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir, en liðið er með 69 stig, sex stigum á undan Leipzig sem er í 3. sæti.
Borussia Mönchengladbach komst upp í 4. sæti, með 62 stig, eftir 3-1 sigur gegn Paderborn, liði Samúels Kára Friðjónssonar sem lék síðustu mínúturnar í leiknum. Mönchengladbach er stigi fyrir ofan Leverkusen sem tapaði 2-0 fyrir Herthu Berlín og fór þar með niður úr meistaradeildarsæti.
Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 79. mínútu í 1-1 jafntefli Augsburg við Düsseldorf á útivelli. Augsburg tryggði sér þar með endanlega áframhaldandi veru í deildinni en liðið er í 15. sæti, sex stigum fyrir ofan Düsseldorf.
CONFIRMED: FC Augsburg remains in the Bundesliga for next season! pic.twitter.com/6pouob4eI9
— FC Augsburg (@FCA_World) June 20, 2020