Bolton fær að gefa út bókina um tíma sinn með Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 16:14 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hyggst gefa út bók um tíma sinn við hlið Trump í næstu viku. Getty/Melissa Sue Gerrits Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21
Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent