Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:13 Geofrrey Berman hefur verið saksóknari í New York frá því í janúar 2018. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira