Fámennt á umdeildum fjöldafundi Trump Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 08:52 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundinum í gær. Vísir/getty Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent