Erlent

Hnífs­tungu­á­rásin flokkuð sem hryðju­verk

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan vaktar inngang að Forbury garði í Reading eftir hnífstunguárás í gærkvöldi.
Lögreglan vaktar inngang að Forbury garði í Reading eftir hnífstunguárás í gærkvöldi. Getty/Richard Heathcote

Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 25 ára karlmaður var handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa framið verknaðinn.

Árásin átti sér stað um klukkan sjö í gærkvöldi að staðartíma í Forbury Gardens í bænum Reading. Árásarmaðurinn réðst á nokkra viðstadda í garðinum og lýsir vitni að árásinni því hvernig maðurinn gekk á milli hópa og reyndi að stinga fólk.

Neil Basu, aðstoðarlögreglustjóri og yfirmaður rannsóknardeildar hryðjuverka, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að ekkert gæfi til kynna að nokkur annar hafi staðið að árásinni. Þá hefur BBC eftir ónefndum heimildamanni að maðurinn sem var handtekinn sé líbanskur. Hann hafi áður setið í fangelsi í Englandi fyrir minniháttar brot.

Basu greindi einnig frá því að unnið sé nú að því að bera kennsl á hina látnu og hrósaði hann óvopnuðu lögreglumönnunum í Thames Valley sem náðu að afvopna og handtaka hinn grunaða árásarmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×