Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 11:53 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg. Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg.
Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03