Dæmdur fyrir netsamskipti við „Erlu 2004“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 13:38 Maðurinn viðhafði kynferðisleg samskipti við viðmælanda sinn, sem hann taldi vera 13 ára stúlku, í gegnum samskiptaforritið Skype. Vísir/Getty Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. Maðurinn átti í kynferðislegum netsamskiptum við notanda sem þóttist vera 13 ára stúlka. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst 2017 „ítrekað viðhaft kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ með ritsamskiptum í gegnum spjallforritið Skype við aðila með notandanafnið Erla 2004. Maðurinn taldi notandann vera 13 ára stúlku. Í ákæru segir að hann hafi spurt hana fjölda kynferðislegra spurninga, lýst fyrir henni og spurt hana um kynferðisathafnir sem hann langaði að stunda með henni, og í einhverjum tilvikum annarri stúlku. Þá bað hann hana ítrekað um að senda sér mynd af kynfærum hennar, bauðst til að senda henni mynd af sínum eigin kynfærum og bað stúlkuna jafnframt um að sýna sig á kynferðislegan hátt í gegnum vefmyndavél. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gert sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu til að tilkynna brot sitt strax daginn eftir að það var framið. Þá var einnig skýrsla tekin af viðmælanda mannsins, þeim sem þóttist vera 13 ára stúlkan. Engin frekari deili eru sögð á viðmælandanum í dómi, þ.e. aldur eða kyn. Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með tilliti til skýlausrar játningar hans, sem og þess dráttar sem varð á meðferð málsins, var refsingin gerð með öllu skilorðsbundin. Manninum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað, auk launa skipaðs verjanda síns, alls um 800 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. Maðurinn átti í kynferðislegum netsamskiptum við notanda sem þóttist vera 13 ára stúlka. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst 2017 „ítrekað viðhaft kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ með ritsamskiptum í gegnum spjallforritið Skype við aðila með notandanafnið Erla 2004. Maðurinn taldi notandann vera 13 ára stúlku. Í ákæru segir að hann hafi spurt hana fjölda kynferðislegra spurninga, lýst fyrir henni og spurt hana um kynferðisathafnir sem hann langaði að stunda með henni, og í einhverjum tilvikum annarri stúlku. Þá bað hann hana ítrekað um að senda sér mynd af kynfærum hennar, bauðst til að senda henni mynd af sínum eigin kynfærum og bað stúlkuna jafnframt um að sýna sig á kynferðislegan hátt í gegnum vefmyndavél. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gert sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu til að tilkynna brot sitt strax daginn eftir að það var framið. Þá var einnig skýrsla tekin af viðmælanda mannsins, þeim sem þóttist vera 13 ára stúlkan. Engin frekari deili eru sögð á viðmælandanum í dómi, þ.e. aldur eða kyn. Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með tilliti til skýlausrar játningar hans, sem og þess dráttar sem varð á meðferð málsins, var refsingin gerð með öllu skilorðsbundin. Manninum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað, auk launa skipaðs verjanda síns, alls um 800 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira