Hildur bullar í Vikulokunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júní 2020 14:00 Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni. Það var því ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég hlustaði á Vikulokin, þar sem ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfsmynd flokksins byggir á því að enginn kunni að fara með opinber fjármál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum. Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu. Hildur hélt því fram að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Bréfið sem hún vísar í var frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og undirritað af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Af hverju er einungis rætt um Reykjavíkurborg hér, eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki með völd? Það var ótrúlegt að hlusta á borgarfulltrúann setja borgina þarna fremsta í umræðu sem er á borði nánast allra sveitarfélaga landsins. Er Hildur virkilega að saka flokksfélaga sína sem stýra Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ um fjármálaóreiðu? Þetta er þekkt taktík, að ræða einungis Reykjavík, til að þurfa ekki að ávarpa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti sjá í umræðu um Sorpu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á nær alla fulltrúa á eigendavettvangi og hefur fulltrúa í stjórn. Þetta má líka sjá í umræðu um borgarlínu, sameiginlegu verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum með samkomulagi undirrituðu af formanni flokksins. Eins og fram kom í þættinum, þá styður Hildur borgarlínu. Bara ekki nóg til að grafa ekki undan henni til að reyna að skora ódýr pólitísk mörk. Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hildur hefur leitt frjálslynda arm síns flokks í borginni. Því miður hefur sá armur orðið undir í borgarstjórnarflokknum og íhaldsamari raddir, sem telja framtíðarsýn borgarinnar sé að líta aftur til 20. aldar, hafa orðið ofan á. Þennan ágreining er ekki einu sinni reynt að fela, þegar samflokksfólk hennar kýs og bókar gegn Hildi í nefndum borgarinnar. Það væri miður ef Hildur er að gefast upp á sinni frjálslyndu sýn á framþróun borgarinnar til að falla betur í kramið hjá íhaldssamari öflum í eigin flokki. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni. Það var því ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég hlustaði á Vikulokin, þar sem ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfsmynd flokksins byggir á því að enginn kunni að fara með opinber fjármál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum. Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu. Hildur hélt því fram að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Bréfið sem hún vísar í var frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og undirritað af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Af hverju er einungis rætt um Reykjavíkurborg hér, eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki með völd? Það var ótrúlegt að hlusta á borgarfulltrúann setja borgina þarna fremsta í umræðu sem er á borði nánast allra sveitarfélaga landsins. Er Hildur virkilega að saka flokksfélaga sína sem stýra Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ um fjármálaóreiðu? Þetta er þekkt taktík, að ræða einungis Reykjavík, til að þurfa ekki að ávarpa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti sjá í umræðu um Sorpu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á nær alla fulltrúa á eigendavettvangi og hefur fulltrúa í stjórn. Þetta má líka sjá í umræðu um borgarlínu, sameiginlegu verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum með samkomulagi undirrituðu af formanni flokksins. Eins og fram kom í þættinum, þá styður Hildur borgarlínu. Bara ekki nóg til að grafa ekki undan henni til að reyna að skora ódýr pólitísk mörk. Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hildur hefur leitt frjálslynda arm síns flokks í borginni. Því miður hefur sá armur orðið undir í borgarstjórnarflokknum og íhaldsamari raddir, sem telja framtíðarsýn borgarinnar sé að líta aftur til 20. aldar, hafa orðið ofan á. Þennan ágreining er ekki einu sinni reynt að fela, þegar samflokksfólk hennar kýs og bókar gegn Hildi í nefndum borgarinnar. Það væri miður ef Hildur er að gefast upp á sinni frjálslyndu sýn á framþróun borgarinnar til að falla betur í kramið hjá íhaldssamari öflum í eigin flokki. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun