Lífið

Fimmtíu fermetra íbúð þar sem plássið er nýtt á einstakan hátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg eign í Melbourne.
Falleg eign í Melbourne.

Á YouTube-síðunni Never Too Small er reglulega fjallað um minni íbúðir sem eiga það allar sameiginlegt að vera vel hannaðar og hver sentímetri ítarlega úthugsaður.

Í nýjasta innslaginu er fjallað um smekklega fimmtíu fermetra íbúð í Melbourne í Ástralíu en eingin er hönnuð af fyrirtækinu Six Degrees.

Íbúðin er staðsett í smekklegu fjölbýlishúsi en fyrirtækið hannaði húsið í heild sinni. Þar er sannarlega tekið tillit til plássleysisins og er merkilega mikið pláss inni í íbúðinn miðað við stærð.

Á þaki hússins er allur búnaður til að geta nýtt sólarorku.

Hér að neðan má sjá innferð yfir fjölbýlishúsið en í íbúðinni er eitt svefnherberg, borðstofa, stofa, baðherbergi og eldhús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.