Edrú Gunnar Dan Wiium skrifar 22. júní 2020 17:30 Ég er 43 ára, korter í miðaldra ef ekki orðin. Það er eins og ég hafi stigið inn í gegnum svokallað stargate eða einhverskonar ormagöng því ég var að mæma Ice-T fyrir korteri síðan. Okkur er hent út í lífið þar sem leiðarnar eru ýmsar. Við getum tekið leið mennta og menningar, lista og sköpunar. Við getum stigið inn á leið barneigna og hjónabands. Við getum stigið inn á svið óreglu, drukkið og dópað, logið og reykt. Við stígum inn í jafn margar víddir og við erum mörg. Óteljandi möguleikar þar öllu er hægt að blanda saman í einhverja partýmöllu. Möllu sem svo oft kemur okkur á óvart því ferðin var ef til vill án markmiðs þótt löngun í ákveðna niðurstöðu hafi alltaf verið til staðar.Sautjánda júní síðastliðinn voru liðin fjögur ár síðan það rann af mér. Fjögur ár síðan ég neytti áfengis sem og annarra efna sem ég svo lengi hef leitað örvæntingafullt í. Það sem knúði mig til bindindis þennan tiltekna dag var alls ekki í nafni sjálfstæðis og sjálfbærni hverjar einingar fyrir sig heldur sársauki. Og þá ekki einungis minn sársauki sem ég hafði reynt að deyfa svo lengi heldur sársauki fólksins í kringum mig sem smaug inn í rifu samkenndar þegar að færi gafst. Í augum annarra sá ég sársauka sem svo ég upplifði sem minn eigin. Ég sá hvernig geta mín til grunnskyldna hafði verið rýrð. Ég sá hvernig efnishyggjan var byrjuð að naga sig upp í sjálfa mennskuna. Ég hef barist við fíknir af öllum mögulegum toga síðan ég man eftir mér. Og þá meina ég ekki fíknin í draga andann eða nærast heldur fíkn í breytt ástand innan eigin vitundar því hugarfar mitt virðist hafa tilhneigingu til skörunar einda sem svo framkallar viðnám með tilheyrandi sliti, súrefnisskort með skertri getu til afgreiðslu útfrá rýmisdómgreind. Og í þessu ástandi virðist ég sækja örvæntingarfullt í hverfula lausn innan aðferða efnishyggju, eins og hugsun geti lagað vandan sem snýr að of mikilli hugsun. Eins og lausnin felist í að koma eftirtektinni undir massann í stað þess að losa til um massann og grisja í þeim tilgangi upplifa meira rými til flugs eftirtektar. Ég er korter í miðaldra ef ekki þegar orðin og samtímis er ég nývaknaður úr svefn efnishyggjunnar. Ég hef öðlast getu til skyldna og þjónustu. Ég hef stigið inn á svið mennskunnar þar sem þörf mín í hugarfarsbreytingu utanfrá og inn er ekki lengur til staðar. Ég virðist hafa komist í ástand vitundar þar sem tengsl hafa myndast við brunn eða rætur raunmennsku. Raunmennsku þar sem ég virðist fram að þessu bara getað verið í því sem er þegar það er, hvernig sem er. Hæhó og jibbýjey Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég er 43 ára, korter í miðaldra ef ekki orðin. Það er eins og ég hafi stigið inn í gegnum svokallað stargate eða einhverskonar ormagöng því ég var að mæma Ice-T fyrir korteri síðan. Okkur er hent út í lífið þar sem leiðarnar eru ýmsar. Við getum tekið leið mennta og menningar, lista og sköpunar. Við getum stigið inn á leið barneigna og hjónabands. Við getum stigið inn á svið óreglu, drukkið og dópað, logið og reykt. Við stígum inn í jafn margar víddir og við erum mörg. Óteljandi möguleikar þar öllu er hægt að blanda saman í einhverja partýmöllu. Möllu sem svo oft kemur okkur á óvart því ferðin var ef til vill án markmiðs þótt löngun í ákveðna niðurstöðu hafi alltaf verið til staðar.Sautjánda júní síðastliðinn voru liðin fjögur ár síðan það rann af mér. Fjögur ár síðan ég neytti áfengis sem og annarra efna sem ég svo lengi hef leitað örvæntingafullt í. Það sem knúði mig til bindindis þennan tiltekna dag var alls ekki í nafni sjálfstæðis og sjálfbærni hverjar einingar fyrir sig heldur sársauki. Og þá ekki einungis minn sársauki sem ég hafði reynt að deyfa svo lengi heldur sársauki fólksins í kringum mig sem smaug inn í rifu samkenndar þegar að færi gafst. Í augum annarra sá ég sársauka sem svo ég upplifði sem minn eigin. Ég sá hvernig geta mín til grunnskyldna hafði verið rýrð. Ég sá hvernig efnishyggjan var byrjuð að naga sig upp í sjálfa mennskuna. Ég hef barist við fíknir af öllum mögulegum toga síðan ég man eftir mér. Og þá meina ég ekki fíknin í draga andann eða nærast heldur fíkn í breytt ástand innan eigin vitundar því hugarfar mitt virðist hafa tilhneigingu til skörunar einda sem svo framkallar viðnám með tilheyrandi sliti, súrefnisskort með skertri getu til afgreiðslu útfrá rýmisdómgreind. Og í þessu ástandi virðist ég sækja örvæntingarfullt í hverfula lausn innan aðferða efnishyggju, eins og hugsun geti lagað vandan sem snýr að of mikilli hugsun. Eins og lausnin felist í að koma eftirtektinni undir massann í stað þess að losa til um massann og grisja í þeim tilgangi upplifa meira rými til flugs eftirtektar. Ég er korter í miðaldra ef ekki þegar orðin og samtímis er ég nývaknaður úr svefn efnishyggjunnar. Ég hef öðlast getu til skyldna og þjónustu. Ég hef stigið inn á svið mennskunnar þar sem þörf mín í hugarfarsbreytingu utanfrá og inn er ekki lengur til staðar. Ég virðist hafa komist í ástand vitundar þar sem tengsl hafa myndast við brunn eða rætur raunmennsku. Raunmennsku þar sem ég virðist fram að þessu bara getað verið í því sem er þegar það er, hvernig sem er. Hæhó og jibbýjey
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar