Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:03 Lúsmýið er komið til að vera. MYND/ERLING ÓLAFSSON Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10