Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 07:39 Minnst ein blaðra rataði ekki alla leið yfir landamærin. AP/Yang Ji Woong Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu. Samtökin, sem kallast Fighters for a Free North Korea, segja bæklingana vera um 500 þúsund talsins og að tuttugu stórar helíumblöðrur hafi verið notaðar. Auk bæklinga voru sendir tvö þúsund dalir í eins dala seðlum og þúsund minniskort. Yfirvöld Norður-Kóreu höfðu krafist þess að komið yrði í veg fyrir sendinguna, í samræmi við samkomulag Kim og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu frá 2018. Gæsla á landamærunum hafði verið aukin en aðgerðasinnarnir sendu blöðrurnar yfir landamærin í skjóli nætur, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Norður-Kóreumenn segjast hafa prentað út tólf milljónir eintaka af eigin áróðursbæklingum og að þeir verði sendir til suðurs yfir landamærin. Þá segir Reuters að hermenn hafi sést endurreisa stærðarinnar hátalarakerfi við landamæri ríkjanna. Það kerfi var tekið niður árið 2018 en hafði áður verið notað til að básúna kommúnistaáróðri yfir landamærin. Líklegt er að athæfið muni auka spennuna á Kóreuskaganum enn frekar, en hún hefur aukist til muna undanfarin misseri. Yfirlýsingar Norður-Kóreu gagnvart nágrönnum þeirra í suðri hafa orðið sífellt alvarlegri. Frá því að systir Kim, Kim Yo Jong, tók við stjórn samskipta ríkjanna hefur mikil harka færst í leikana. beinum samskiptum ríkjanna hefur verið slitið og yfirvöld Norður-Kóreu sprengdu samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. 16. júní 2020 07:23 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu. Samtökin, sem kallast Fighters for a Free North Korea, segja bæklingana vera um 500 þúsund talsins og að tuttugu stórar helíumblöðrur hafi verið notaðar. Auk bæklinga voru sendir tvö þúsund dalir í eins dala seðlum og þúsund minniskort. Yfirvöld Norður-Kóreu höfðu krafist þess að komið yrði í veg fyrir sendinguna, í samræmi við samkomulag Kim og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu frá 2018. Gæsla á landamærunum hafði verið aukin en aðgerðasinnarnir sendu blöðrurnar yfir landamærin í skjóli nætur, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Norður-Kóreumenn segjast hafa prentað út tólf milljónir eintaka af eigin áróðursbæklingum og að þeir verði sendir til suðurs yfir landamærin. Þá segir Reuters að hermenn hafi sést endurreisa stærðarinnar hátalarakerfi við landamæri ríkjanna. Það kerfi var tekið niður árið 2018 en hafði áður verið notað til að básúna kommúnistaáróðri yfir landamærin. Líklegt er að athæfið muni auka spennuna á Kóreuskaganum enn frekar, en hún hefur aukist til muna undanfarin misseri. Yfirlýsingar Norður-Kóreu gagnvart nágrönnum þeirra í suðri hafa orðið sífellt alvarlegri. Frá því að systir Kim, Kim Yo Jong, tók við stjórn samskipta ríkjanna hefur mikil harka færst í leikana. beinum samskiptum ríkjanna hefur verið slitið og yfirvöld Norður-Kóreu sprengdu samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. 16. júní 2020 07:23 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00
Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00
Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. 16. júní 2020 07:23
Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21