Krabbamein móður einnar þeirrar bestu í heimi réði því hvar hún spilar í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 10:30 Nora Mörk í leik með norska landsliðinu í handbolta en liðið hans Þóris Hergeirssonar hefur saknað hennar mikið í meiðslunum. Getty/Lukasz Laskowski/ Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni. Handbolti Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni.
Handbolti Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira