Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Telma Tómasson skrifar 23. júní 2020 13:08 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar. Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.
Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45