Lífið

Fyrsta stiklan úr Ömmu Hófí: Eldri borgarar taka málin í eigin hendur og ræna banka

Stefán Árni Pálsson skrifar
AmmaHofi_Poster

Amma Hófí er gamanmynd eftir Gunnar Björn Guðmundsson. Í aðahlutverkum eru Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Sveppi, Steindi Jr, Víkingur Kristjánsson, Anna Svava Knútsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir, Pétur Jóhann, Þorsteinn Guðmundsson, Gísli Örn Garðarsson og fleiri góðir leikarar.

Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr kvikmyndinni sem frumsýnd verður 10. júlí næstkomandi.

Myndin fjallar um eldri borgararana Hófí (Edda Björgvinsdóttir) og Pétur (Laddi) sem eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að kaupa sér litla íbúð. 

Ýmis ljón eru í vegi þeirra og Hófí og Pétri lendir saman við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans. Sem betur fer er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og Hófí og Pétur eru hörðustu glæpamenn elliheimilisins, þannig að þau eru ekkert á því að sitja að óþörfu.

Hér að neðan má sjá stikluna.

Klippa: Fyrsta stiklan úr Ömmu Hófí: Eldri borgarar taka málin í eigin hendur og ræna banka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.