Áhrif heimsfaraldurs á opinbera þróunaraðstoð Heimsljós 23. júní 2020 16:18 Ljósmynd frá Úganda. Gunnisal Ætlað er að 100 til 500 milljónir manna muni nú, beint eða óbeint af völdum COVID-19 heimsfaraldursins, falla undir mörk sárafátæktar samkvæmt alþjóðlegum fátæktarstöðlum og telja sérfræðingar Matvælaaðstoðar SÞ að sá fjöldi fólks sem lifir við hungur muni tvöfaldast. Þetta kom fram á fundi Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þann 19. júní síðastliðinn. Á fundinum var leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á alþjóðasamfélaginu í tengslum við áhrif heimsfaraldursins á opinbera þróunaraðstoð og hvernig auðugri þjóðir heims muni bregðast við auknu ákalli um stuðning. Ljóst er að hagvöxtur á heimsvísu mun dragast verulega saman vegna heimsfaraldursins og hafa lönd innan OECD nú þegar hafið gífurlega umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að örva hagvöxt heima fyrir. En samfara þessu eykst þörfin á þróunaraðstoð verulega, sér í lagi í fátækustu ríkjunum. Sagan hefur sýnt að pólitískur vilji og alþjóðlegar skuldbindingar hafa vegið þyngra en vergar þjóðartekjur þegar kemur að umfangi opinberrar þróunaraðstoðar. Á fundi nefndarinnar kom fram að á 60 ára tímabili hafi opinber þróunaraðstoð raunar aukist þrátt fyrir alvarlegar fjármálakreppur sem hrjáð hafa heimsbyggðina. Ísland hefur þegar brugðist við með 276 milljóna króna stuðningi við þróunarlönd vegna COVID-19 með því að bregðast við mannúðaráköllum, samstarfi við alþjóðastofnanir, samstarfslönd og aðila atvinnulífsins. Þá hafa stjórnvöld veitt 250 milljónum til bólusetninga barna, auk þess að veita 250 milljónum til þróunar bóluefnis gegn COVID-19. Nýsköpun í þróunarsamvinnu til að fást við afleiðingar COVID-19 OECD gaf í dag út skýrslu um nýsköpun í þróunarsamvinnu og hélt af því tilefni vinnufund um þær leiðir sem framlagslönd nýta til að virkja nýsköpunarhugsun til að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins í þróunarlöndum. Undanfarið hefur umfangsmikil vinna farið fram í þessum málaflokki og tók Ísland, ásamt Hollandi og Kanada þátt í jafningjarýni á nýsköpunartengdri þróunarsamvinnu í Svíþjóð í lok síðasta árs. Samhliða því fór fram rýni á starfi Bretlands, Frakklands og Ástralíu, þar sem markmiðið var að kortleggja helstu nálganir og leggja grunninn að heppilegri aðferðafræði fyrir framlagslönd til að virkja nýsköpun með markvissum hætti til að auka hag hinna fátækustu í veröldinni. Margþætt starf fer fram innan ólíkra landa og mörg dæmi um farsæl nýsköpunarverkefni sem hafa bætt hag milljóna manna. Þó er kallað eftir markvissari vinnu til að skapa umgjörð þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði og að samstarf sé ræktað við aðila af ólíku tagi. Þá er aukin áhersla lögð á að læra af nýsköpun og útfæra í ólíku samhengi. Sett hefur verið á laggirnar rafræn nýsköpunarmiðstöð, COVID-19 Innovation Hub, þar sem aðilar deila lausnum og jafnframt er hægt að styrkja einstök nýsköpunarverkefni sem innleidd eru sem hluti af COVID-19 viðbrögðum í þróunarlöndum. Miðstöðin gefur fyrirtækjum, rannsakendum og öðrum aðilum tækifæri til að koma nýsköpunarlausnum á framfæri og fá þær fjármagnaðar til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að vinna gegn afleiðingum COVID-19 faraldursins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent
Ætlað er að 100 til 500 milljónir manna muni nú, beint eða óbeint af völdum COVID-19 heimsfaraldursins, falla undir mörk sárafátæktar samkvæmt alþjóðlegum fátæktarstöðlum og telja sérfræðingar Matvælaaðstoðar SÞ að sá fjöldi fólks sem lifir við hungur muni tvöfaldast. Þetta kom fram á fundi Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þann 19. júní síðastliðinn. Á fundinum var leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á alþjóðasamfélaginu í tengslum við áhrif heimsfaraldursins á opinbera þróunaraðstoð og hvernig auðugri þjóðir heims muni bregðast við auknu ákalli um stuðning. Ljóst er að hagvöxtur á heimsvísu mun dragast verulega saman vegna heimsfaraldursins og hafa lönd innan OECD nú þegar hafið gífurlega umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að örva hagvöxt heima fyrir. En samfara þessu eykst þörfin á þróunaraðstoð verulega, sér í lagi í fátækustu ríkjunum. Sagan hefur sýnt að pólitískur vilji og alþjóðlegar skuldbindingar hafa vegið þyngra en vergar þjóðartekjur þegar kemur að umfangi opinberrar þróunaraðstoðar. Á fundi nefndarinnar kom fram að á 60 ára tímabili hafi opinber þróunaraðstoð raunar aukist þrátt fyrir alvarlegar fjármálakreppur sem hrjáð hafa heimsbyggðina. Ísland hefur þegar brugðist við með 276 milljóna króna stuðningi við þróunarlönd vegna COVID-19 með því að bregðast við mannúðaráköllum, samstarfi við alþjóðastofnanir, samstarfslönd og aðila atvinnulífsins. Þá hafa stjórnvöld veitt 250 milljónum til bólusetninga barna, auk þess að veita 250 milljónum til þróunar bóluefnis gegn COVID-19. Nýsköpun í þróunarsamvinnu til að fást við afleiðingar COVID-19 OECD gaf í dag út skýrslu um nýsköpun í þróunarsamvinnu og hélt af því tilefni vinnufund um þær leiðir sem framlagslönd nýta til að virkja nýsköpunarhugsun til að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins í þróunarlöndum. Undanfarið hefur umfangsmikil vinna farið fram í þessum málaflokki og tók Ísland, ásamt Hollandi og Kanada þátt í jafningjarýni á nýsköpunartengdri þróunarsamvinnu í Svíþjóð í lok síðasta árs. Samhliða því fór fram rýni á starfi Bretlands, Frakklands og Ástralíu, þar sem markmiðið var að kortleggja helstu nálganir og leggja grunninn að heppilegri aðferðafræði fyrir framlagslönd til að virkja nýsköpun með markvissum hætti til að auka hag hinna fátækustu í veröldinni. Margþætt starf fer fram innan ólíkra landa og mörg dæmi um farsæl nýsköpunarverkefni sem hafa bætt hag milljóna manna. Þó er kallað eftir markvissari vinnu til að skapa umgjörð þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði og að samstarf sé ræktað við aðila af ólíku tagi. Þá er aukin áhersla lögð á að læra af nýsköpun og útfæra í ólíku samhengi. Sett hefur verið á laggirnar rafræn nýsköpunarmiðstöð, COVID-19 Innovation Hub, þar sem aðilar deila lausnum og jafnframt er hægt að styrkja einstök nýsköpunarverkefni sem innleidd eru sem hluti af COVID-19 viðbrögðum í þróunarlöndum. Miðstöðin gefur fyrirtækjum, rannsakendum og öðrum aðilum tækifæri til að koma nýsköpunarlausnum á framfæri og fá þær fjármagnaðar til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að vinna gegn afleiðingum COVID-19 faraldursins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent